Thiago Silva, miðvörður Chelsea, er greinilega svekktur að spila ekki í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð.
Hinn 38 ára gamli Silva hefur spilað yfir 100 leiki í Meistaradeildinni og unnið keppnina einu sinni, árið 2021 með Chelsea.
Nú tekur Chelsea hins vegar ekki þátt í keppninni eftir að hafa endað í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.
Silva birti færslu á Twitter (X) þar sem hann merkti aðgang Meistaradeildarinnar og setti grátandi kall við.
Færslan hefur fallið misvel í kramið á meðal stuðningsmanna Chelsea.
„Það er fallbarátta sem við þurfum að vera að pæla í,“ skrifaði einn, en Chelsea hefur farið illa af stað á þessari leiktíð einnig.
„Eyddu þessu,“ skrifaði annar og margir taka í sama streng.
— Thiago Silva (@tsilva3) September 19, 2023