Gylfi hefur ekki spilað fótbolta í um tvö og hálft ár, eða frá því hann spilaði síðast með Everton í ensku úrvalsdeildinni. Á dögunum gekk hann hins vegar í raðir Lyngby í Danmörku, þar sem Freyr Alexandersson er þjálfari.
Karólína
„Ég er ótrúlega stolt og get ekki beðið eftir að sjá hvort hann hafi nokkuð einhverju gleymt,“ sagði Karólína við 433.is um endurkomu Gylfa.
Karólína vonast auðvitað til að sjá Gylfa spila strax á föstudaginn gegn Vejle.
„Hann gæti spilað á föstudaginn og það væri mjög gaman að sjá hann á vellinum. Ég yrði hrikalega stolt frænka.“