Meistaradeild Evrópu er komin á fullt en sex leikjum var að ljúka rétt í þessu í fyrstu umferð riðlakeppninnar.
Fyrr í kvöld mættust Newcastle og AC Milan og gerðu markalaust jafntefli og RB Leipzig vann Young Boys, 3-1.
Barcelona var í miklu stuði á heimavelli sínum í kvöld og vann sannfærandi 5-0 sigur á Antwerp frá Belgíu.
Stórleikurinn í Frakklandi endaði með sigri Paris Saint-Germain sem fékk lið Dortmund í heimsókn og vann 2-0.
Manchester City lenti óvænt undir gegn Rauðu Stjörnunni en kom til baka og hafði betur 3-1 í Manchester.
Hér má sjá úrslit kvöldsins.
Barcelona 5 – 0 Antwerp
1-0 Joao Felix(’11)
2-0 Robert Lewandowski(’19)
3-0 Jelle Bataille(’22, sjálfsmark)
4-0 Gavi(’54)
5-0 Joao Felix(’66)
PSG 2 – 0 Dortmund
1-0 Kylian Mbappe(’49, víti)
2-0 Achraf Hakimi(’58)
Man City 3 – 1 Rauða Stjarnan
0-1 Osman Bukari(’45)
1-1 Julian Alvarez(’47)
2-1 Julian Alvarez(’60)
3-1 Rodri(’73)
Lazio 1 – 1 Atl. Madrid
0-1 Pablo Barrios Rivas(’29)
1-1 Ivan Provedel(’90)
Feyenoord 2 – 0 Celtic
1-0 Calvin Stengs(’45)
2-0 Alireza Jahanbakhsh(’76)
Shakhtar 1 – 3 Porto
0-1 Galeno(‘8)
1-1 Kevin Kelsy(’13)
1-2 Galeno(’15)
1-3 Mehdi Taremi(’29)