fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Viðtal við Íslending vekur mikla athygli í Bandaríkjunum: Fallegasta land jarðar – ,,Aðrir spila tölvuleiki en þetta er mitt áhugamál“

433
Mánudaginn 18. september 2023 20:00

Fréttablaðið/Auðunn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nökkvi Þeyr Þórisson var í ítarlegu viðtali við STL Today í Bandaríkjunum eftir að hafa skrifað undir hjá St. Louis í landinu.

Nökkvi Þeyr gekk í raðir St. Louis fyrr á þessu ári og hefur skorað eitt mark í þremur leikjum fyrir MLS félagið.

Um er að ræða afar skemmtilegan leikmann en Nökkvi er 24 ára gamall og vakti fyrst athygli með KA áður en hann færði sig til Belgíu og svo Bandaríkjanna.

Kantmaðurinn á að baki einn landsleik fyrir Ísland sem kom á þessu ári en sem táningur var hann á mála hjá stórliði Hannover í Þýskalandi.

,,Þetta er fallegasta land jarðar, það er svo einfalt,“ sagði Nökkvi er hann ræddi Ísland í samtali við STL Today.

Nökkvi heldur svo áfram og talar um sín áhugamál en hann er afar hrifinn af hestum á meðan jafnaldrar hans eru mögulega að einbeita sér að tölvuleikjum.

,,Þetta áhugamál er öðruvísi, ég get fullyrt það. Alrir eru að spila tölvuleiki eða eitthvað þess háttar en þetta er mitt áhugamál.“

,,Faðir minn átti hesta þegar við vorum yngri og afi minn og amma upplifðu svipað. Það snerist mikið um hesta en vegna fótboltans þá fór ég ekki á bak. Við elskum þetta mikið bæði ég og bróðir minn.“

Viðtalið við Nökkva má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru
433Sport
Í gær

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United
433Sport
Í gær

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“