fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Piers Morgan bálreiður er hann komst að þessu í gær – „Af hverju að niðurlægja hann?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 18. september 2023 08:00

Piers Morgan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Piers Morgan er ekki þekktur fyrir að sitja á skoðunum sínum og gerði hann það ekki heldur fyrir leik Arsenal og Everton í gær.

Fjölmiðlamaðurinn umdeildi er mikill stuðningsmaður Arsenal en hans menn unnu 0-1 sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Það vakti athygli fyrir leik að David Raya var í marki Arsenal í sínum fyrsta leik eftir að hann kom frá Brentford í sumar.

Aaron Ramsdale, sem hefur eignað sér stöðu aðalmarkvarðar Arsenal undanfarin tímabil, settist á bekkinn.

„Ég skil ekki hvað Ramsdale gerði af sér til að vera bekkjaður. Hann hefur verið frábær fyrir okkur leik eftir leik. Af hverju að niðurlægja hann?“ spurði Morgan harðorður á Twitter (X).

Þetta kom ekki að sök því sem fyrr segir vann Arsenal leikinn 0-1.

Það verður áhugavert að sjá hver verður á milli stanganna í leik liðsins gegn PSV í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Grealish enn einn Bretinn sem Ítalinn sækir?

Grealish enn einn Bretinn sem Ítalinn sækir?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta hið sorglega andlát í yfirlýsingu – Var mikill fjölskyldumaður og vinur

Staðfesta hið sorglega andlát í yfirlýsingu – Var mikill fjölskyldumaður og vinur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni