fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Giggs gæti óvænt verið að snúa aftur í þjálfun og taka við áhugaverðu starfi

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 18. september 2023 09:00

Ryan Giggs

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United goðsögnin Ryan Giggs gæti verið að snúa aftur í þjálfun ef marka má enska miðla.

Orðrómar eru á kreiki um að hann gæti tekið við sem þjálfari Salford City í ensku D-deildinni ef gengi liðsins fer ekki batnandi.

Giggs er, ásamt fyrrum liðsfélögum sínum Gary Neville, Phil Neville, Paul Scholes, Nicky Butt og David Beckham, eigandi Salford en það kemur til greina að hann setjist í þjálfarastólinn hjá félaginu.

Markmið Salford er að fara upp um deild en liðið hefur aðeins unnið tvo af átta leikjum það sem af er leiktíð og situr í nítjánda sæti.

Þjálfari liðsins, Neil Wood, gæti því fengið að taka pokann sinn og Giggs tekið við.

Giggs var í júlí hreinsaður af ásökunum um heimilisofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni. Ásakanirnar urðu meðal annars til þess að hann þurfti að stíga til hliðar sem landsliðsþjálfari Wales.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið
433Sport
Í gær

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu