William Saliba, leikmaður Arsenal, hefur heldur betur fengið á baukinn eftir nýjasta samninginn sem hann skrifaði undir.
Saliba ákvað að gera samning við skóframleiðandann ‘Crocs’ sem flestir Íslendingar ættu að kannast við.
Um er að ræða þægilega tegund af skóm en oft er gert grín að þeim sem láta sjá sig í þessum fatnaði utandyra.
Saliba ákvað að slá til og auglýsti skóna í samstarfi við Crocs og hefur fengið ansi mikla gagnrýni vegna þess.
,,Ég trúi ekki að þetta sé raunveruleikinn,“ skrifaði einn við færsluna og bætir annar við: ,,Oh William, nei, nei, nei, nei!“
Myndir af þessu má sjá hér.