fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Ríkharð lýsir samstarfinu með Kristjáni og Mikael: Leiðréttir algengan misskilning um þættina – „Það er alls ekki þannig“

433
Laugardaginn 16. september 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433.is og í Sjónvarpi Símans undir hlekk Hringbrautar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og gestur þeirra að þessu sinni var Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G.

Ríkharð heldur úti afar vinsælu fótboltahlaðvarpi, Þungavigtinni. Þar eru spekingarnir Kristján Óli Sigurðsson og Mikael Nikulásson með honum. Ríkharð var spurður út í hvernig væri að vinna með þessum stóru karakterum.

„Stórir karakterar er heldur betur vel orðað hjá þér. Heilt yfir gengur samstarfið mjög vel. Þeir eru með mjög miklar skoðanir, ekki bara í þættinum sjálfum heldur hvað á að vera inn í þeim þegar þeir eru búnir og þar fram eftir götunum,“ segir Ríkharð léttur í þættinum.

„Það er ekkert alltaf eitthvað gáfulegt sem er sagt í þessum þáttum. Það eru stórir hlutir sagðir og það heldur ekkert allt vatni.“

Heitar umræður skapast oft í þáttunum en ekkert af því er tilgerð.

„Þeir rífast eins og hundur og köttur. Fólk heldur að þeir séu í einhverjum karakter í þættinum en það er alls ekki þannig. Þetta er líka fyrir og eftir þætti.“

Umræðan í heild er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Í gær

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“
Hide picture