Barcelona þarf að selja að minnsta kosti einn leikmann í janúarglugganum ef félagið ætlar að nota undrabarnið Vitor Roque á næsta ári.
Barcelona hefur náð samkomulagi við Athletico Paranaense um kaup á Roque sem er aðeins 18 ára gamall.
Um er að ræða gríðarlega efnilegan leikmann sem var einnig á óskalista Chelsea, PSG og Manchester United.
Mundo Deportivo segir að Barcelona þurfi að selja leikmann í janúar til að geta skráð Roque í leikmannahópinn enda er fjárhagsstaða félagsins ansi slæm.
Barcelona getur nú borgað 270 milljónir evra árlega í laun en talan var áður 649 milljónir evra sem er gríðarleg lækkun.
Mundo Deportivo segir að fjárhagsstaða Barcelona komi í veg fyrir að Roque geti verið skráður í leikmannahóp liðsins en hann kemur ekki fyrr en í byrjun næsta árs.