Birnir Snær Ingason, leikmaður Víkings, var skælbrosandi er hann ræddi við 433.is í kvöld eftir leik við KA í Laugardalnum.
Um var að ræða úrslitaleik Mjólkurbikarsins en Víkingur hafði betur með þremur mörkum gegn einu.
Víkingur var að vinna þennan titil fjórða árið í röð og er óstöðvandi í keppninni.
,,Þetta er ótrúlegt sko, fjórða í ár? Galið sko, sturlað sko,“ sagði Birnir eftir sigurinn enn eitt árið.
,,Ég veit ekki hvað er í gangi, þetta er eiginlega ótrúlegt ég hef aldrei verið í liði sem bara vinnur allt.“
Birnir var svo spurður út í það hvort menn fengu leyfi á að skemmta sé að alvöru í kvöld en aðeins fjórir dagar eru í næsta leik.
,,Það hlýtur að vera, það kemur allt í ljós“