Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er greinilega búinn að fá nóg af því að svara spurningum um framtíð Mohamed Salah.
Eygptinn var orðaður við brottför til Sádi-Arabíu í sumar en hélt kyrru fyrir hjá Liverpool.
Nú hefur félagaskiptaglugganum verið lokað en Klopp fékk samt spurningu um framtíð Salah á blaðamannafundi í dag. Hann var spurður út í mögulega brottför Salah í janúar.
„Þú ert að grínast? Gastu ekki beðið með þessa spurningu þar til í desember?“ spurði Klopp hann þá til baka.
Þjóðverjir hefur ekki áhyggjur af því að missa Salah.
„Við sjáum hvað gerist. Ég hef engar áhyggjur og var ekki að hugsa um þetta fyrr en þú spurðir núna.“
Myndband af þessu er hér að neðan.
🗣️ "I am not worried!"
👀 Jurgen Klopp discusses the future of Mohamed Salah and a potential January move
📺 https://t.co/jiDSTIoWd4#liverpool | #premierleague pic.twitter.com/d9hxxoxlyd
— Mirror Football (@MirrorFootball) September 15, 2023