Jamie O’Hara miðjumaður Manchester United segir það skammarlegt hvernig Manchester United og Erik ten Hag koma fram við Jadon Sancho.
Sancho fær ekki að æfa með aðalliði Manchester United en hann svaraði árásum Erik ten Hag á samfélagsmiðlum.
Sanco hefur nú eytt út yfirlýsingu sinni þar sem hann svaraði Ten Hag en hann neitar að biðjast afsökunar.
„Það er ógeðslegt hvernig er komið fram við hann,“ segir Jamie O’Hara á Talksport.
„Ég veit að hann gaf út yfirlýsingu, hvort sem það var rétt eða rangt. Það var hins vegar rangt af Ten Hag að skjóta á Sancho þegar hann var ekki einu sinni í hóp.“
„Við vitum öllum að Jadon Sancho þarf að vera betri á vellinum, hann gerir það með því að spila fótbolta og félagið með því að láta hann æfa og njóta leiksins.“
„Hvernig félagið kemur fram við hann núna mun aldrei ná því besta fram úr Sancho. Þú skemmir hann bara andlega og honum líður verr en áður, Manchester United á að skammast sín.“