Ange Postecoglou stjóri Tottenham segir að Richarlison fái allan þann stuðning sem hann þarf frá félaginu.
Richarlison var í tárum eftir að honum var skipt af velli í sigri Brasilíu á Bólivíu og í viðtali eftir leik sagði hann að hann ætlaði að leita sér sálfræðiaðstoðar við komuna til Englands á ný.
„Við munum hjálpa Richy með hvað sem hann vantar,“ sagði Postecoglou um málið.
„Enginn á fullkomið líf. Fólk heldur að fótboltamenn séu ónæmir fyrir að líða illa því þeim gengur vel og eiga allan þann pening sem þeir þurfa. Það er ekki þannig.“