Jose Bordalas þjálfari Getafe á Spáni segir að Jude Bellingham miðjumaður Real Madrid eigi stóran þátt í því að Mason Greenwood sé í herbúðum Getafe.
Bellingham var keyptur til Real Madrid í sumar og hefur farið af stað með látum á Spáni.
Greenwood var lánaður til Getafe á lokadegi gluggans en hann hefur ekki spilað fótbolta í 18 mánuði vegna ásakanna um ofbeldi.
„Greenwood er vinur Bellingham, hann ráðlagði honum að kom til Spánar,“ segir Jose Bordalas.
„Greenwood er magnaður leikmaður, þú verður að vera rólegur samt því hann hefur ekki spilað í allan þennan tíma.“
„Við erum allir að reyna að hjálpa okkur, hann hefur komið frábærlega inn í hópinn og getur vonandi hjálpað okkur.“