Bayern Munchen og Bayer Leverkusen gerðu jafntefli í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.
Bæði lið höfðu unnið alla þrjá leiki sína þegar kom að slagnum í kvöld.
Leikurinn byrjaði vel fyrir Bayern en Harry Kane kom þeim yfir á 7. mínútu. Alejandro Grimaldo jafnaði fyrir Leverkusen um miðjan fyrri hálfleik og staðan eftir hann var 1-1.
Leon Goretzka hélt hann væri að skora sigurmark leiksins á 86. mínútu en Exrquiel Palacios jafnaði metin seint í uppbótartíma.
Lokatölur 2-2 og liðin því á toppnum með 10 stig hvort.