Þrír leikmenn Real Madrid voru í morgun handteknir vegna kynlífsmyndbands þar sem stúlka undir lögaldri kom við sögu. Spænski miðillinn El Confidencial fjallar um málið.
Leikmennirnir eru úr varaliði, unglingaliði og þriðja liði Real Madrid svo það er ekki um stór nöfn að ræða.
Móðir stúlkunnar er sögð hafa farið til lögreglu eftir að leikmennirnir áttu að hafa myndað dóttur hennar og sent myndskeiðið á aðra.
Hún kærði þremmeningana en kæran var lögð fram á Kanaríeyjum og fer rannsóknin fram á Gran Canaria.
El Confidential segir að fleiri leikmenn gætu tengst málinu en lögreglurannsókn heldur áfram.