Ofurtölvan góða stokkar spil sín reglulega yfir tímabilið í ensku úrvalsdeildinni. Nú hefur hún sýnt fram á hvaða lið eru líklegust til að ná efstu fjórum sætum ensku úrvalsdeildarinnar nú þegar fjórum umferðum er lokið.
Fjögur efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar eru yfirleitt þau sem komast í Meistaradeild Evrópu en vegna nýs fyrirkomulags keppninnar að ári gæti verið að fimmta sætið dugi á þessari leiktíð.
Ofurtölvan gengur hins vegar út frá því að aðeins fjögur lið fari frá Englandi.
Þar er Manchester City langlíklegasta liðið til að ná Meistaradeildarsæti eða með 99,3 prósent.
Það vekur athygli að Liverpool kemur þar á eftir með 91,11 prósent en Arsenal er þriðja líklegasta liðið með 82,43 prósent.
Langt er í næsta lið en það er Tottenham með 31,68 prósent. Manchester United er því utan efstu fjögur liðin.
Hér að neðan má sjá þetta í heild. Lengst til hægri má þá sjá möguleikann á því að liðin fari í Evrópudeildina.