Henk Spaan, blaðamaður í Hollandi segir að það sé Jordan Pickford að kenna að hollenska landsliðið eigi ekki lengur miðvörð í fremstu röð.
Spaan segir að Van dijk sé ekki sami maðurinn og hann var áður, hraðinn hafi minnkað og fleira. Hann segir Van Dijk ekki eiga það lengur skilið að vera öruggur með fyrirliðabandið hjá liðinu.
Pickford, markvörður Everton fór afar harkalega í Van Dijk árið 2020 sem varð til þess að hann sleit krossband. Varnarmaðurinn var frá vegna þess í tæpt ár.
„Það var augnablik í leiknum við Írland þegar það er bara labbað framhjá Van Dijk, áður hefði hann hlegið af svona einvígi og tekið boltann án þess að svitna,“ segir Spaan um nýliðinn landsleik Hollands og Írlandi.
„Ég lét það eiga sig að tjá mig um þennan leik á Twitter af því að ég fann til með Van Dijk, hann á ekki lengur skilið að vera öruggur með fyrirliðaband þjóðarinnar.“
„Það er hins vegar á hreinu að Pickford, sem fékk ekki einu sinni gult spjald fyrir þessa árás bar ábyrgð á hnignun Van Dijk.“