fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Opinbera reglu sem Ten Hag setti Sancho en engum öðrum leikmanni United

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. september 2023 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framtíð Jadon Sancho, leikmanns Manchester United, er í lausu lofti eftir opinbert ósætti við stjórann Erik ten Hag.

Kantmaðurinn ungi var skilinn eftir utan hóps í síðasta leik United gegn Arsenal og sagði Ten Hag ástæðuna vera frammistöðu hans á æfingum. Sancho svaraði þessu hins vegar fullum hálsi á samfélagsmiðlum.

Það vakti hins vegar athygli í gær þegar Sancho eyddi færslunni. Gerði hann það degi eftir fund við Ten Hag, þar sem reynt var að ná sáttum. Ekki er ljóst hvort það hafi tekist.

The Athletic fjallar nú vel um þetta mál og miðað við umfjöllun miðilsins virðist sem svo að Sancho hafi fengið öðruvísi meðferð en aðrir hjá United frá upphafi.

Þar kemur fram að Ten Hag og aðrir þjálfarar United hafi sett dagskrá Sancho klukkustund á undan öðrum leikmönnum til að leikmaðurinn yrði örugglega mættur á réttum tíma á fundi.

Einnig er sagt frá því að á tíma Sancho hjá Dortmund hafi það gjarnan verið vandi hans að mæta of seint.

Sancho gekk í raðir United frá Dortmund sumarið 2021 og kostaði 73 milljónir punda. Hann hefur engan veginn staðið undir væntingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

17 ára gamall Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni – Stórliðin flest með sigra

17 ára gamall Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni – Stórliðin flest með sigra
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Elvar segir lætin milli Þorláks og Guðmundar hafa haldið áfram eftir að slökkt var á myndavélunum

Elvar segir lætin milli Þorláks og Guðmundar hafa haldið áfram eftir að slökkt var á myndavélunum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Emil Pálsson ráðinn til Blika

Emil Pálsson ráðinn til Blika
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Slot kvartaði yfir leikstíl United en hafði eitthvað til síns mál – Svona er tölfræði tímabilsins

Slot kvartaði yfir leikstíl United en hafði eitthvað til síns mál – Svona er tölfræði tímabilsins
433Sport
Í gær

Hlustaðu á viðtal við Ólaf Inga: Segist taka við góðu búi af Halldóri – „Það er enginn að koma og kollvarpa því sem hefur gengið vel“

Hlustaðu á viðtal við Ólaf Inga: Segist taka við góðu búi af Halldóri – „Það er enginn að koma og kollvarpa því sem hefur gengið vel“