fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Opinbera reglu sem Ten Hag setti Sancho en engum öðrum leikmanni United

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. september 2023 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framtíð Jadon Sancho, leikmanns Manchester United, er í lausu lofti eftir opinbert ósætti við stjórann Erik ten Hag.

Kantmaðurinn ungi var skilinn eftir utan hóps í síðasta leik United gegn Arsenal og sagði Ten Hag ástæðuna vera frammistöðu hans á æfingum. Sancho svaraði þessu hins vegar fullum hálsi á samfélagsmiðlum.

Það vakti hins vegar athygli í gær þegar Sancho eyddi færslunni. Gerði hann það degi eftir fund við Ten Hag, þar sem reynt var að ná sáttum. Ekki er ljóst hvort það hafi tekist.

The Athletic fjallar nú vel um þetta mál og miðað við umfjöllun miðilsins virðist sem svo að Sancho hafi fengið öðruvísi meðferð en aðrir hjá United frá upphafi.

Þar kemur fram að Ten Hag og aðrir þjálfarar United hafi sett dagskrá Sancho klukkustund á undan öðrum leikmönnum til að leikmaðurinn yrði örugglega mættur á réttum tíma á fundi.

Einnig er sagt frá því að á tíma Sancho hjá Dortmund hafi það gjarnan verið vandi hans að mæta of seint.

Sancho gekk í raðir United frá Dortmund sumarið 2021 og kostaði 73 milljónir punda. Hann hefur engan veginn staðið undir væntingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað