Manchester United fylgist nú grannt með ungstirni Sunderland.
Um er að ræða hinn 16 ára gamla Christopher Rigg. Hann getur spilað allar stöður á miðjunni.
Rigg hefur þegar komið við sögu í einum leik Sunderland í ensku B-deildinni á leiktíðinni, gegn Southampton. Kappinn skoraði meira að segja í 5-0 sigri.
United vill tryggja sér þennan leikmann en ljóst er að hann verður eftirsóttur á næstunni.