fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Lýsir Hermanni sem rugluðum en ljúfum manni – „Snýr hann sér við og bombar í magann á mér“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 13. september 2023 22:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jermain Defoe fyrrum framherji Tottenham segir frá Hermanni Hreiðarssyni í nýjum hlaðvarpsþætti sínum, Defoe & Deeney Footballs First podcast.

Defoe og Hermann mættust nokkuð oft á ferlinum en voru líka samherjar í öflugu Portsmouth liði.

„Hermann Hreiðarsson hefur þá ímynd að hann sé harðhaus. Hann var einn sá ruglaðasti sem ég spilaði með,“ segir Defoe í hlaðvarpi sínu.

Defoe talar afar vel um Hermann og segir hann öðlingsdreng en segir einnig. „Hann var einn af þeim, þú mætir á morgnana og labbar framhjá honum og þú stressast upp og hugsar um að hann taki í þig. Hann er mjög ágengur.“

„Við vorum að spila gegn Charlton þegar ég var í Tottenham, það kemur horn og hann er að dekka mig. Ég er að reyna að fara frá honum og þá snýr hann sér við og bombar í magann á mér. Ég horfði á hann og hugsaði, af hverju væri hann að gera þetta?.“

„Hann er í öllum þessum hlutum, ég talaði við Darren Bent eftir leik og sagði honum að tala við Hermann en hann sagði að hann væri bara svona.“

Þeir urðu síðar samherjar hjá Portsmouth. „Ég skrifa undir hjá Portsmouth og fer inn í klefann, þar kemur Hermann og faðmar mig. Hann er einn ljúfasti maður sem ég hitti á ferlinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað