Fanni Gecsek unnusta Dominik Szoboszlai hjá Liverpool vekur athygli enskra blaða en hún kemur sér nú fyrir í Bítlaborginni.
Líkt og nýr leikmaður Liverpool kemur Fanni frá Ungverjalandi en hún er 22 ára gömul
Fanni var ung að árum afar efnileg í tennis og keppti á nokkrum stórum mótum þegar hún var yngri.
Hún hefur hins vegar lagt spaðann á hilluna og gerir það gott sem fyrirsæta og áhrifavaldur.
Fanni og Szoboszlai hófu ferðalag sitt fyrir þremur árum og hefur ástin blómstrað síðan þá.
Fanni er fluggáfuð en á meðan Szoboszlai var að skrifa undir hjá Liverpool var hún að útskrifast úr háskóla í Ungverjalandi þar sem hún lærði viðskiptafræði.