Landon Donovan fyrrum landsliðsmaður Bandaríkjanna lagði upp 58 mörk á ferli sínum með landsliðinu. Er hann stoðsendingahæsti landsliðsmaður sögunnar.
Hann gæti bráðlega misst toppsætið því hinn magnaði Neymar nartar í hælana hans og ekki er langt í Lionel Messi.
Neymar hefur lagt upp 56 mörk fyrir Brasilíu en Lionel Messi er með þremur stoðsendingum minna.
Fleiri góðir menn raða sér á listann en þar má nefna Kevin de Bruyne og David Beckham sem dæmi.