Manchester United skoðar það nú að fá Anwar El Ghazi til liðs við sig á frjálsri sölu. Daily Mail segir frá.
Erik ten Hag, stjóri United, er í vandræðum þegar kemur að kantstöðunni en Antony verður eitthvað frá vegna ásakanna um ofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni og þá eiga Ten Hag og Jadon Sancho ekki skap saman.
United leitar því að skammtímalausn.
Sú lausn gæti verið El Ghazi en samningi hans við PSV var rift á dögunum.
Um er að ræða Hollending sem lék með Aston Villa í bæði úrvalsdeildinni og ensku B-deildinni um tíma. Hann á að baki 2 A-landsleiki.
El Ghazi er sagður hafa verið í stúkunni þegar United tapaði 3-1 gegn Arsenal um þarsíðustu helgi.