Stuðningsmenn Manchester United eru nú allt annað en sáttir með Jadon Sancho, leikmann liðsins.
Sancho hefur verið mikið í fréttum undanfarið en hann stendur í deilum við stjóra United, Erik ten Hag.
Kappinn var ekki í hóp í síðasta leik gegn Arsenal og sagði Ten Hag að það væri vegna frammistöðu hans á æfingu. Sancho svaraði fullum hálsi á samfélagsmiðlum og má ekki búast við því að hann spili á næstunni.
Sancho nýtti þá landsleikjahléið til að fara í frí til New York með liðsfélaga sínum, Aaron Wan-Bissaka. Margir stuðningsmenn United eru vægast sagt ósáttir við þetta. Vilja þeir að Sancho leggi hart að sér til að komast aftur í náðina hjá Ten Hag.
Kantmaðurinn var keyptur til United frá Dortmund árið 2021 á 73 milljónir punda en hefur engan veginn staðið undir væntingum.