Eftir níu daga hefur Jadon Sancho kantmaður Manchester Untied nú eytt færslu sinni þar sem hann svaraði Erik ten Hag, fullum hálsi.
Það var fyrir níu dögum sem stjóri Manchester United sagði að Sancho hefði ekki lagt sig fram á æfingum.
Sökum þess var Sancho ekki í leikmannahópi United sem mætti Arsenal þann daginn. Sancho var fljótur að svara og birti yfirlýsingu.
Sancho birti færsluna á X og sagði að þjálfarinn færi þarna með rangt mál, hann væri alltaf teiknaður upp sem blórabögull.
Sancho var verulega óhress og Ten Hag var mjög ósáttur með yfirlýsingu hans, funduðu þeir félagar í gær en óljóst er hvort sátt hafi náðst í málinu.
Það að Sancho hafi eytt yfirlýsingunni bendir þó til þess að hann sjái eftir hlutunum og mögulega geti hann náð að sannfæra Ten Hag um annað tækifæri.