Mason Greenwood er nálægt því að snúa aftur á fótboltavöllinn eftir langa fjarveru.
Englendingurinn ungi er mættur til Getafe á Spáni á láni frá Manchester United.
Hann hefur ekki spilað fótbolta í um eitt og hálft ár eftir að kærasta hans og nú barnsmóðir sakaði hann um gróft ofbeldi á heimilinu. Mál gegn honum var hins vegar látið niður falla fyrr á þessu ári þegar lykilvitni steig til hliðar.
Nú er Greenwood mættur til Getafe og samkvæmt fréttum ytra spilar hann sinn fyrsta leik á sunnudag, 17. september, gegn Osasuna.
Ekki var ljóst hversu fljótur Greenwood yrði að koma sér inn í hlutina hjá Getafe en það hefur gengið vel og spilar hann að öllum líkindum um helgina.