Skotland tekur á móti Englandi í kvöld í vináttulandsleik í tilefni að því að 150 eru síðan liðin leiddu saman hesta sína fyrst.
Í tilefni að því verða liðin í sérstökum upphitunartreyjum sem líkjast þeim sem liðin mættust í fyrst.
Báðar treyjurnar hafa verið birtar og vekja mikla lukku. Þær má sjá hér að neðan.
Leikurinn hefst klukkan 18:45 í kvöld að íslenskum tíma.