Erik ten Hag, stjóri Manchester United er í klípu en hann er með tvo hægri kantmenn í klípu.
Antony hefur verið settur til hliðar vegna ásakanna um ofbeldi í garð kvenna. Þá er Jadon Sancho í stríði við Ten Hag, enginn veit hvernig það endar.
Báðir leika á hægri vængnum en Mason Mount gæti komið þar inn eftir að hann jafnar sig af meiðslum.
Facuno Pellistri hefur átt ágætis spretti og telja ensk blöð að hann fái traust stjórans nú þegar vesenið er í gangi.
Mason Greenwood hafði spilað þessa stöðu en hann spilar ekki með United á næstunni.
Svona gæti liðið hjá United litið út.