Ensk félög eru áberandi á lista yfir þau sem hafa eytt mestu á 21. öldinni. Breska götublaðið The Sun tók saman þennan áhugaverða lista.
Á listanum er tekið inn í myndina það sem félögin hafa eytt og það sem hefur komið inn á móti (net spend).
Chelsea er á toppi listans eftir að hafa eytt samtals 1,54 milljörðum punda á þessari öld. Félagið hefur auðvitað eytt svakalega undanfarið eftir að Todd Boehly keypti félagið.
Manchester City kemur þar á eftir með 1,45 milljarða punda og þar á eftir er Manchester United með 1,36 milljarða.
Fyrsta félagið á listanum utan Englands á listanum er Paris Saint-Germain með 1,11 milljarða punda.
Risarnir sex á Englandi eru allir á listanum, sem má sjá hér að neðan.