fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Sérfræðingurinn segir þessa sex vera vandamál United – Lykilmenn og nýjar stjörnur óvænt á blaði

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 11. september 2023 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingurinn og Liverpool goðsögnin Greame Souness er ekki heillaður af byrjun Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

United hefur ekki verið sannfærandi í upphafi leiktíð. Liðið hefur unnið nauma sigra á Nottingham Forest og Wolves en tapað fyrir Arsenal og Tottenham.

Souness nefnir nokkra leikmenn sem vandamál United og vekur athygli að þar eru Rasmus Hojlund og Andre Onana sem komu í sumar og miklar vonir eru bundnar við.

„Ég held að United verði ekkert betri en á síðustu leiktíð. Þeir hafa eytt 72 milljónum punda í ungan framherja sem er ekki með frábæra tölfræði þegar kemur að markaskorun. Hann skoraði tíu mörk í 34 leikjum með Atalanta en nú er hann kominn í deild þar sem erfitt að skora. Kannski hef ég rangt fyrir mér en þetta er stór áhætta með mann sem hefur ekki sannað sig,“ segir Souness.

„Onana mun gera þá betri í að spila út úr öftustu línu en mun hann gera það sem er mikilvægast, að verja markið? Ég er ekki viss.“

Souness lét Jadon Sancho, Antony og Anthony Martial einnig heyra það áður en hann tók Casemiro nokkuð óvænt fyrir.

„Hann er góður leikmaður en ekki einhver sem þú vilt borga þig inn til að horfa á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þorsteinn sammála dómnum umtalaða

Þorsteinn sammála dómnum umtalaða
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea
433Sport
Í gær

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp
433Sport
Í gær

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“