Ísland vann Bosníu-Hersegóvínu 1-0 í undankeppni EM 2024 í kvöld. Tveir aðrir leikir fóru fram í riðli Íslands.
Portúgal tók á móti Lúxemborg og vann 9-0. Cristiano Ronaldo var í banni og fékk ekki að vera með í veislunni.
Diogo Jota, Goncalo Ramos og varnarmaðurinn Inacio skoruðu allir tvö mörk. Ricardo Horta, Bruno Fernandes og Joao Felix gerðu hin mörkin.
Slóvakía vann þá 3-0 sigur á Liechtenstein þar sem David Hancko, Ondrej Duda og Robert Mak gerðu mörkin.
Hér að neðan er staðan í riðlinum en ljóst er að Ísland á ekki mikla möguleika á að komast áfram.