fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Meint fórnarlamb gefur út yfirlýsingu eftir fréttir gærdagsins af Antony – „Treystum á að árásarmanninum verði refsað fyrir þá glæpi sem hann hefur framið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 11. september 2023 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabriela Cavallin, fyrrverandi kærasta knattspyrnumannsins Antony, hefur sent út yfirlýsingu í kjölfar þess að félag hans Manchester United staðfesti að hann myndi ekki snúa aftur til æfinga nú í upphafi vikunnar.

Cavallin sakar Antony um gróft ofbeldi gagnvart sér, en málið hefur mikið verið í fréttum undanfarið. Þá hafa tvær aðrar konur stigið fram.

United tilkynnti í gær að Antony myndi ekki snúa aftur til æfinga í dag eftir landsleikjahlé eins og aðrir sem ekki spiluðu landsleiki um helgina.

Antony sætir lögreglurannsókn bæði í Manchester og Sao Paulo í heimalandinu, Brasilíu. Hann hafði þegar verið settur til hliðar hjá brasilíska landsliðinu.

Cavallin hefur birt yfirlýsingu á Instagram sem lögfræðingar hennar höfðu gefið út fyrir hennar hönd.

„Vegna þeirra sönnungargagna sem fram hafa komið treystum við á að eftir rannsókn lögreglunnar í bæði Sao Paulo og Manchester verði árásarmanninum refsað fyrir þá glæpi sem hann hefur framið,“ segir þar.

Antony hafnar allri sök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

U-beygja hjá leikmanni United?

U-beygja hjá leikmanni United?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Wilshere heldur ekki starfinu

Wilshere heldur ekki starfinu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arteta vill ekkert gefa upp um sumarið

Arteta vill ekkert gefa upp um sumarið
433Sport
Í gær

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?
433Sport
Í gær

Grealish enn einn Bretinn sem Ítalinn sækir?

Grealish enn einn Bretinn sem Ítalinn sækir?