fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Hareide segir tap Íslands ekki breyta nálgun sinni – Bendir á að vonin sé ekki úti

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 11. september 2023 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, segir tapið slæma gegn Lúxemborg á föstudag ekki breyta nálgun hans þegar kemur að næstu leikjum í undankeppni EM, þrátt fyrir að vonin um að komast upp úr riðlinum sé veik.

Íslenska liðið tapaði 3-1 gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á föstudag og var frammistaðan alls ekki góð.

„Nei, það breytir því ekki. Við verðum að halda í bestu leikmennina en líka koma ungu leikmönnunum inn í þetta,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í Laugardal í gær, aðspurður hvort tapið í Lúxemborg breyti nálgun hans þegar kemur að síðustu fimm leikjum riðilsins.

Hareide benti jafnframt á að Ísland gæti átt mikilvæga leiki framundan eftir þessa undankeppni og að það sé mikilvægt að halda mönnum á tánum.

„Það er önnur undankeppni næsta haust og þetta er ekki alveg búið því við förum líklega í umspilið (um sæti á EM 2024 í gegnum Þjóðadeildina) í mars. Það er mjög mikilvægt að koma stöðugleika á liðið fyrir það.“

Ísland tekur á móti Bosníu-Hersegóvínu klukkan 18:45 í kvöld í næsta leik sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mjög óvænt skref – Var sagður nálægt Barcelona en gerði tíu ára samning við uppeldisfélagið

Mjög óvænt skref – Var sagður nálægt Barcelona en gerði tíu ára samning við uppeldisfélagið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Viðurkennir að hann eigi mikið inni eftir frammistöðuna á síðustu leiktíð

Viðurkennir að hann eigi mikið inni eftir frammistöðuna á síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United getur valið á milli þriggja leikmanna

United getur valið á milli þriggja leikmanna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hringdi í Hazard eftir að hafa skrifað undir

Hringdi í Hazard eftir að hafa skrifað undir
433Sport
Í gær

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo
433Sport
Í gær

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja