Íslenska karlalandsliðið mætir Bosníu-Hersegóvínu á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni EM 2024. Veðrið hér á landi er áberandi í bosnískum miðlum.
Ísland tapaði 3-1 fyrir Lúxemborg á föstudag og vonin um að komast upp úr undanriðlinum orðin ansi veik. Strákarnir okkar eru þó staðráðnir í að sýna sitt rétta andlit í kvöld.
Leikurinn hefst klukkan 18:45 og þó það eigi að vera 8 gráður og heiðskírt um það leyti tala Bosníumenn um að veturinn sé mættur í Reykjavík.
„Ekki einu sinni kalda veðrið í Reykjavík getur kælt vonir okkar og metnað um að taka sex stig í landsleikjaglugganum í janúar,“ skrifaði forseti bosníska knattspyrnusambandsins í kveðju til leikmanna.
Þá segir bosníski miðillinn Sport1 að leikmenn hafi þurft að draga vetrarúlpur sínar fram í Reykjavík.