Það er algjört rugl að bera Dominik Szoboszlai við Steven Gerrard að sögn fyrrum leikmanns Liverpool, Paul Ince.
Ince spilaði með Gerrard á sínum tíma en hann er af mörgum talinn einn besti miðjumaður í sögu ensku úrvalsdleildarinnar.
Eins og Szoboszlai þá lék Gerrard með Liverpool en sá fyrrnefndi gekk í raðir liðsins frá RB Leipzig í sumar.
Ungverjinn hefur byrjað vel með sínu nýja félagi og eru einhverjir að bera hann saman við Gerrard sem er rugl að mati Ince.
,,Ef einhver er að bera hann saman við Steven Gerrard þá þarf það fólk að halda sig frá barnum og áfenginu,“ sagði Ince.
,,Þú getur ekki fundið leikmenn eins og Steven í dag, það mun aldrei koma upp annar Stevie G, Patrick Vieira, Roy Keane. Þessir leikmenn eru ekki til.“
,,Steven var með allt í sínu vopnabúri og það er ekki hægt að bera hann saman við neinn leikmann.“