fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Scholes fékk gríðarlega erfiða spurningu í beinni: Hefði aldrei getað gert það sama og Gerrard – ,,Hann var íþróttamaður“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 10. september 2023 17:30

Paul Scholes vann ansi marga titla með Manchester United

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Goðsögnin Paul Scholes fékk afar erfiða spurningu í þættinum FIVE sem er í umsjón Rio Ferdinand, fyrrum liðsfélaga hans hjá Manchester United.

Scholes var þar spurður að því hvort hann hefði verið betri leikmaður á sínum tíma en Steven Gerrard, goðsögn Liverpool.

Scholes neitaði að svara þeirri spurningu en benti á að Gerrard hafi gert hluti sem hann sjálfur hefði aldrei getað gert á sínum ferli.

Scholes lék með stórkostlegum leikmönnum hjá Man Utd á sínum ferli en Gerrard þurfti oft að sætta sig við leikmenn í töluvert lægri gæðaflokki.

,,Ég get ekki svarað því. Gerrard var frábær leikmaður, við vorum öðruvísi, allt öðruvísi. Hann var íþróttamaður,“ sagði Scholes.

,,Hann er meiri sigurvegari en ég en lék í liði þar sem hann þurfti að vera það. Ég var meira hluti af liðinu, hann var meira eins og einstaklingur í liði.“

,,Ég hefði aldrei getað gert það sem hann gerði hjá Liverpool, hvort hann gæti gert það sem ég gat hjá Man Utd veit ég ekki en af hverju ekki?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Svona var staðan á Akureyri að morgni leikdags í Evrópukeppni

Svona var staðan á Akureyri að morgni leikdags í Evrópukeppni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Aðeins Lamine Yamal og Ansu Fati voru yngri en Viktor Bjarki

Aðeins Lamine Yamal og Ansu Fati voru yngri en Viktor Bjarki
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“