fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Ríkharð hugsi yfir þessu eftir hörmungarnar á föstudagskvöld – Veltir fyrir sér hvað Guðmundur gerði KSÍ

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 10. september 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, botnar ekki í því af hverju bakvörðurinn knái Guðmundur Þórarinsson fái ekki fleiri tækifæri með íslenska landsliðinu. Hann ræddi málið eftir slæmt tap Íslands gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024.

Lúxemborg vann leikinn 3-1 og er óhætt að segja að íslenska liðið hafi átt afleitan dag.

Ríkharð telur að Guðmundur, sem er leikmaður Crete í grísku úrvalsdeildinni, hafi átt skilið að fá fleiri A-landsleiki í gegnum tíðina en þá tólf sem hann er með. Kappinn kom ekki við sögu gegn Lúxemborg.

„Maður veltir fyrir sér hvað Gummi Tóta gerði KSÍ. Án alls gríns. Lykilmaður í Superliga í Grikklandi hjá sinu liði með mark eftir 3 leiki. Lykilmaður í sigri Crete gegn risaliði PAOK. Hefur hann fengið séns að einhverju viti? Miðað við allt sem hann hefur gert sem pro player?“ skrifaði Ríkharð á Twitter eftir leik.

Hann ræddi málið svo nánar í Þungavigtinni í gær.

„Ég er ekki hlutlaus. Gummi Tóta er góður vinur minn. En ég skil þetta ekki. Alls staðar sem hann hefur spilað sem atvinnumaður hefur hann verið byrjunarliðsmaður. Hann tók MLS titilinn, er lykilmaður í grísku úrvalsdeildinni.

Hann á 12 A-landsleiki og þetta eru nær allt einhverjir vináttuleikir,“ sagði Ríkharð í þættinum.

Ísland mætir Bosníu-Hersegóvínu í næsta leik annað kvöld. Leikurinn fer fram hér heima.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Svona var staðan á Akureyri að morgni leikdags í Evrópukeppni

Svona var staðan á Akureyri að morgni leikdags í Evrópukeppni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Aðeins Lamine Yamal og Ansu Fati voru yngri en Viktor Bjarki

Aðeins Lamine Yamal og Ansu Fati voru yngri en Viktor Bjarki
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“