Margir stuðningsmenn Tottenham eru bálreiðir út í framherjann Harry Kane sem yfirgaf félagið í sumar.
Kane er markahæsti leikmaður í sögu Tottenham en hann ákvað að færa sig til Bayern Munchen í von um að vinna titla.
Kane segir að það hafi ekki verið skilyrði hjá Tottenham að vinna alla leiki en að staðan sé allt önnur hjá Bayern.
,,Við vildum vinna okkar leiki hjá Spurs en ef við unnum ekki tvo leiki í röð var það ekkert stóprslys. Hjá bayern verðurðu að vinna hvern einasta leik,“ sagði Kane.
Eftir þessi ummæli hefur Kane fengið mikla gagnrýni frá stuðningsmönnum Tottenham sem hugsa alls ekki eins og enski landsliðsfyrirliðinn.
,,Harry Kane gat ekki klárað þetta fyrir okkur og sá titill sem hann vinnur hjá Bayern mun ekki fela það,“ skrifar einn á Twitter.
Annar bætir við: ,,Harry Kane elskaði Tottenham aldrei eins og alli héldu. Ég er í sjokki.“
,,Hvað með að halda kjafti? Einbeittu þér að þínu nýja félagi frekar en að skjóta á liðið sem gaf þér fjölmörg tækifæri til að afreka það sem þú vildir.“