fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Kane með falleg skilaboð til vinar síns – ,,Var ekki meðvitaður um hversu erfitt þetta var“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 10. september 2023 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Kane, landsliðsfyrirliði Englands, hefur tjáð sig um vin sinn Dele Alli sem ræddi opinberlega um eigin vandamál í viðtali í sumar.

Viðtalið vakti gríðarlega athygli en Dele talaði á meðal annars um það að hann hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi aðeins sex ára gamall.

Dele hefur átt erfitt uppdráttar á knattspyrnuvellinum í langan tíma en hann er leikmaður Everton í dag en lék áður með Tottenham eins og Kane.

Þeir tveir eru góðvinir en Kane hafði ekki hugmynd um hversu mikið vinur sinn þurfti að þola í æsku og á unglingsárunum.

,,Dele var gríðarlega hugrakkur í viðtalinu sem hann gaf. Við höfum þekkst í dágóðan tíma en ég var svo sannarlega ekki meðvitaður um hversu erfitt þetta var fyrir hann,“ sagði Kane.

,,Ég sendi honum skilaboð um leið og benti á hversu mörgum hann væri að hjálpa með því að stíga fram opinberlega.“

,,Ég hitti Dele í sumar en það var fyrir viðtalið, hann virtist í góðu standi. Ég veit að hann er að leggja sig hart fram til að komast í form. Ég get ekki beðið eftir því að sjá hann aftur á vellinum. Hann er klárlega á betri stað í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona