Eins og flestir vita þá er bakvörðurinn Marc Cucurella ekki sá vinsælasti hjá Chelsea en hann gekk í raðir félagsins í fyrra.
Cucurella kom til Chelsea frá Brighton en hann átti skelfilegt fyrsta tímabil en frammistaða liðsins í heildina var slæm.
Spánverjinn var víst eftirsóttur í sumar og hafnaði því að semja við fjögur lið ef marka má Fabrizio Romano.
Manchester United var eitt af þeim liðum sem vildu fá bakvörðinn en hann vill sanna sig í London.
Real Sociedad, Atletico Madrid og Fulham reyndu einnig að lokka Cucurella í sínar raðir en hann er ákveðinn í að sanna sig á Stamford Bridge.