fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Fyrrum kærasta hans segist vera ónýt og heimtar betri vinnubrögð: Ásakaður um heimilisofbeldi – ,,Hvernig má hann lifa sínu eðlilega lífi?“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 10. september 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan umrædda Gabriela Cavallin hefur tjáð sig um fyrrum kærasta sinn Antony og hans stöðu hjá Manchester United.

Antony er í umræðunni þessa stundina en hann er ásakaður um heimilisofbeldi gegn einmitt Gabriela.

Lögreglan rannsakar nú þessar ásakanir á hendur Antony sem kostaði Man Utd 85 milljónir punda í fyrra.

Gabriela ásakar Antony um alvarlega árás og segir hann til að mynda hafa kastað glasi í sig.

Antony hefur sjálfur harðneitað fyrir ofbeldið en hvort hann fái að spila í næstu leikjum Man Utd er óljóst.

,,Antony má ekki fá að spila. Það er mjög sorglegt að hann fái að spila á meðan rannsóknin er í gangi,“ sagði Gabriela um stöðuna.

,,Ég er alveg ónýt. Hvernig má hann lifa sínu eðlilega lífi? Þeir geta ekki vitað það sem þeir vita og gert ekki neitt í því. Það þarf að taka hann úr hópnum.“

Gabriela er því hörð á því að Antony eigi ekki að fá að spila fyrir Man Utd en rannsóknin mun taka sinn tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stórstjörnur bregða á leik í tónlistarmyndbandi við EM-lagið – „Bolti númer fimm og ég var nýbúinn að pumpa í hann“

Stórstjörnur bregða á leik í tónlistarmyndbandi við EM-lagið – „Bolti númer fimm og ég var nýbúinn að pumpa í hann“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gæti flutt aftur í Bítlaborgina í sumar

Gæti flutt aftur í Bítlaborgina í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Breyting á tveimur leikjum í Bestu deildinni

Breyting á tveimur leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“
433Sport
Í gær

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað
433Sport
Í gær

Tekur við Real Madrid í sumar

Tekur við Real Madrid í sumar