fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Erfitt að vera án Alberts og Sverris á föstudag – „Einn af þeim sem lagði mest á sig“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 10. september 2023 16:35

Albert er að eiga frábært tímabil með Genoa, þó aðeins hafi hægst á markaskorun undanfarið. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á blaðamannafundi í Laugardal í dag var Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, spurður út í hvort það sé áhyggjuefni að liðið hafi ekki náð að fylgja eftir fínum frammistöðum gegn Slóvakíu og Portúgal í sumar gegn Lúxemborg fyrir helgi.

Íslenska liðið tapaði 3-1 gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á föstudag og er vonin um að komast á lokamótið í gegnum undankeppnina orðin ansi veik.

Hareide benti á að lykilmenn hafi vantað í íslenska liðið á föstudag.

„Þetta sýndi okkur kannski að það vantar ákveðna leikmenn. Við missum Sverri (Inga Ingason) út. Albert (Guðmundsson) var einn af þeim sem lagði hvað mest á sig í leikjunum á móti Portúgal og Slóvakíu og við vorum án hans.“

Norski þjálfarinn segir að breiddin sé mjög mikilvæg.

„Ég vil stöðugan og stóran hóp af leikmönnum til að velja úr, ekki bara ellefu. Það koma bönn og annað álíka.

Við viljum standa okkur og vinna núna en við þurfum líka að byggja lið fyrir framtíðina. Það getur verið erfitt og við verðum að sætta okkur við að yngri leikmenn munu gera einhver mistök.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gæti flutt aftur í Bítlaborgina í sumar

Gæti flutt aftur í Bítlaborgina í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Salah kjörinn bestur með sögulegri kosningu

Salah kjörinn bestur með sögulegri kosningu
433Sport
Í gær

Sóðalegir fordómar eldri manns náðust á myndband – „Haltu kjafti skítugi þeldökki maður“

Sóðalegir fordómar eldri manns náðust á myndband – „Haltu kjafti skítugi þeldökki maður“
433Sport
Í gær

Tekur við Real Madrid í sumar

Tekur við Real Madrid í sumar
433Sport
Í gær

Gylfi Sig semur við Kópavogsbæ

Gylfi Sig semur við Kópavogsbæ