Íslenska liðið tapaði 3-1 gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á föstudag og er vonin um að komast á lokamótið í gegnum undankeppnina orðin ansi veik.
Hareide benti á að lykilmenn hafi vantað í íslenska liðið á föstudag.
„Þetta sýndi okkur kannski að það vantar ákveðna leikmenn. Við missum Sverri (Inga Ingason) út. Albert (Guðmundsson) var einn af þeim sem lagði hvað mest á sig í leikjunum á móti Portúgal og Slóvakíu og við vorum án hans.“
Norski þjálfarinn segir að breiddin sé mjög mikilvæg.
„Ég vil stöðugan og stóran hóp af leikmönnum til að velja úr, ekki bara ellefu. Það koma bönn og annað álíka.
Við viljum standa okkur og vinna núna en við þurfum líka að byggja lið fyrir framtíðina. Það getur verið erfitt og við verðum að sætta okkur við að yngri leikmenn munu gera einhver mistök.“