Sádiarabíska deildin vaknaði heldur betur til lífsins í sumar og sankaði að sér leikmönnum úr Evrópuboltanum. Þar á milli voru mjög stór nöfn.
Fjöldi leikmanna ákvað að elta seðilinn til Sádí. Má þar nefna Karim Benzema, Sadio Mane, Neymar, Roberto Firmino, Jordan Henderson og miklu, miklu fleiri.
Það má segja að Cristiano Ronaldo hafi komið þessu öllu af stað í vetur þegar hann gekk í raðir Al-Nassr.
Hér að neðan er búið að taka saman leikmenn sem helstu lið fengu en ljóst er að það hafa ekki allir jafnmikið á milli handanna í Sádí.