Það er nokkuð langt í það að Romeo Lavia spili sinn fyrsta leik fyrir Chelsea en hann hefur orðið fyrir meiðslum.
Lavia kom til Chelsea fyrir um 60 milljónir punda í sumar frá Southampton, hann hafnaði Liverpool til að fara til Chelsea.
þegar Lavia var byrjaður að æfa sagði Mauricio Pochettino að hann væri ekki í nógu góðu formi til að spila.
Lavia hefur síðan þá reynt að koma sér í stand en hefur meiðst á æfingu og verður frá næstu vikurnar.
Lavia er 19 ára gamall og kemur frá Belgíu en hann var hjá Manchester City áður en hann fór til Southampton og þaðan til Chelsea.