fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Tóku eftir meiðslum í læknisskoðun Amrabat en United ákvað að taka sénsinn

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 7. september 2023 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United tók eftir því í læknisskoðun Sofyan Amrabat að hann er að glíma við meiðsli í baki. Félagið ákvað samt að taka sénsinn.

Amrabat kemur á láni frá Fiorentina en United getur keypt hann á 21,5 milljón punda næsta sumar.

Þessi 27 ára gamli miðjumaður frá Marokkó hefur sagt frá því opinberlega að bakið sé oft að plaga hann.

United tók eftir því í læknisskoðun en telja að miðjumaðurinn eigi að geta spilað þrátt fyrir þau.

Amrabat hafði verið orðaður við United í allt sumar og hafnaði nokkrum tilboðum annars staðar frá til að reyna að komast til United.

Það tókst á lokadegi félagaskiptagluggans en Amrabat hefur alla tíð látið sig dreyma um að spila fyrir United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur