Manchester United tók eftir því í læknisskoðun Sofyan Amrabat að hann er að glíma við meiðsli í baki. Félagið ákvað samt að taka sénsinn.
Amrabat kemur á láni frá Fiorentina en United getur keypt hann á 21,5 milljón punda næsta sumar.
Þessi 27 ára gamli miðjumaður frá Marokkó hefur sagt frá því opinberlega að bakið sé oft að plaga hann.
United tók eftir því í læknisskoðun en telja að miðjumaðurinn eigi að geta spilað þrátt fyrir þau.
Amrabat hafði verið orðaður við United í allt sumar og hafnaði nokkrum tilboðum annars staðar frá til að reyna að komast til United.
Það tókst á lokadegi félagaskiptagluggans en Amrabat hefur alla tíð látið sig dreyma um að spila fyrir United.