fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Þorsteinn lætur stjórnvöld heyra það – „Þurfa bara að hysja upp um sig buxurnar, framkvæma og hætta að taka myndir korteri fyrir kosningar“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 7. september 2023 20:00

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands. Mynd - Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, segir að það þurfi að bæta aðstöðu fyrir knattspyrnulandsliðin og félagslið sem þurfa að nýta þjóðarleikvanginn sem fyrst.

Umræðan fór aftur af stað í kjölfar þess að Breiðablik tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu, fyrst íslenskra karlaliða.

Liðið þarf að spila á Laugardalsvelli þar sem Kópavogsvöllur er ekki löglegur en ljóst er að það mun kosta sitt að hafa þjóðarleikvanginn leikhæfan í nóvember, þegar Blikar eiga að spila tvo heimaleiki í riðlakeppninni.

„Það er skortur á aðstöðu. Það þarf að gera bragabót á því. Það er alveg ljóst að við erum í vandræðum, eins og Breiðablik núna í riðlakeppninni og við ef við förum í umspilsleiki í Þjóðadeildinni í febrúar. Við verðum líka í vandræðum í umspili karla í mars,“ segir Þorsteinn um málið við 433.is.

video
play-sharp-fill

„Ég sé ekki hvernig við eigum að spila leik hérna í febrúar. Við þurfum að fara að gera eitthvað í þessu. Ég verð kominn á elliheimili áður en það kemur nýr völlur en það þarf samt að gera eitthvað.“

Yfirvöld hafa fyrir löngu lofað bættri aðstöðu en ekki staðið við það.

„Ráðamenn þurfa bara að hysja upp um sig buxurnar, framkvæma og hætta að taka myndir korteri fyrir kosningar. Það á enginn þeirra skilið að vera kosinn af fólki í íþróttahreyfingunni miðað við það sem þeir hafa gert.“

Hér ofar má sjá viðtalið við Þorstein í heild, en þar er einnig rætt um komandi leiki íslenska kvennalandsliðsins í Þjóðadeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar
Hide picture