Al-Ettifaq reynir að fá Jadon Sancho kantmann Manchester United á láni núna rétt áður en glugginn í Sádí Arabíu lokar.
Sancho er í veseni hjá Manchester United þar sem hann og Erik ten Hag, stjóri liðsins eru í stríði.
Félagaskiptaglugginn lokar í Sádí Arabíu í kvöld en Al-Ettifaq keypti Demarai Gray frá Everton í sumar.
Miðlar í Sádí Arabíu segir að liðið hans Steven Gerrard sé að reyna að fá Sancho áður en glugginn lokar í kvöld.
Sancho kostaði United um 75 milljónir punda fyrir tveimur árum en hefur ekki fundið taktinn.
Al-Ettifaq hefur keypt Jordan Henderson, Moussa Dembele og Georginio Wijnaldum í sumar og nú gæti Sancho bæst við.