Samvkæmt Mundo Deportivo hafði Liverpool áhuga á því að skipta á Darwin Nunez og Joao Felix í félagaskiptaglugganum í sumar.
Nunez hafði verið ískaldur í marga mánuði hjá Liverpool eftir að hafa verið keyptur á rúmar 70 milljónir punda sumarið 2022.
Nunez hefur hins vegar kveikt á sér og skoraði meðal annars tvö frábær mörk gegn Newcaslte.
Mundo segir að Liverpool hafi viljað fá Felix frá Atletico Madrid en framherjinn frá Portúgal hafði valið sér áfangastað.
Felix var lánaður til Barcelona en hann hafði látið vita í upphafi sumars að hann vildi aðeins fara til Barcelona.