fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Guðni skrifar beittan pistil í kjölfar umræðu undanfarinna daga – Skorar á stjórnvöld að standa við orð sín

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 7. september 2023 11:22

Guðni Bergsson er fyrrum formaður KSÍ og býður sig nú fram að nýju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ, hefur ritað pistil á Vísi í kjölfar mikillar umræðu um Þjóðarleikvang Íslands í knattspyrnu.

Umræðan fór aftur af stað í kjölfar þess að Breiðablik tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu, fyrst íslenskra karlaliða.

Liðið þarf að spila á Laugardalsvelli þar sem Kópavogsvöllur er ekki löglegur en ljóst er að það mun kosta sitt að hafa þjóðarleikvanginn leikhæfan í nóvember, þegar Blikar eiga að spila tvo heimaleiki í riðlakeppninni.

„Nú stefnir í að bæði karla- og kvennalandslið okkar í fótbolta þurfi að leika heimaleiki okkar erlendis að vetri til. Þessi staðreynd ásamt því að við getum ekki hafið riðlakeppni eða lokið henni á okkar heimavelli eða spilað umspilsleiki um vetur skerðir verulega möguleika okkar á að komast á stórmót,“ skrifar Guðni meðal annars.

„Enn fremur er líklegt að félagslið okkar í Evrópukeppni í framtíðinni verði að leika einhverja heimaleiki í riðlakeppni félagsliða á erlendum vettvangi. Við eigum einfaldlega ekki boðlegan eða nýtanlegan heimavöll að vetri til og engin áform virðast vera um byggingu slíks þjóðarleikvangs.“

KSÍ hefur lengi barist fyrir því að fá nýjan þjóðarleikvang og gerði Guðni það í sinni tíð.

„Þetta er nú staðan þrátt fyrir að markviss undirbúningur, kostnaðar- og þarfagreiningar á byggingu og rekstri nýs þjóðarleikvangs hafi staðið yfir í rúmlega 7 ár, með fjórum ítarlegum skýrslum og aðkomu fremstu alþjóðlegra sérfræðinga m.a. ásamt kostnaði upp á annað hundrað milljónir króna.

Vorið 2018 þegar stutt var í að karlalandsliðið okkar færi á HM í Rússlandi var skýrsla starfshóps ,sem skipaður var af Reykjavíkurborg , ríki og KSÍ ,gefin út og kynningarfundur haldinn með pompi og prakt með sérstakri yfirlýsingu Reykjavíkurborgar og ríkisins en þar var m.a. tilkynnt: „Undirbúningur um byggingu þjóðarleikvangs verður hafinn og stefnt er að þeirri vinnu verði lokið og útboð fari fram um byggingu vallarins í árslok 2018.“

Stjórnvöld hafa hins vegar ekki staðið við þetta og nýr þjóðarleikvangur ekki í augsýn.

Guðni leggur fram eftirfarandi rök með því af hverju nýr þjóðarleikvangur ætti að rísa:

  • Laugardalsvöllur er að upplagi 65 ára gamall og uppfyllir engan veginn nútímakröfur, enda hefur hann verið um langt árabil á margþættri undanþágu hjá UEFA.
  • Nýr Þjóðarleikvangur myndi stórbæta alla aðstöðu fyrir leikmenn sem og áhorfendur.
  • Við getum ekki , eins og áður segir, leikið landsleiki okkar á heimavelli í byrjun eða upphafi riðlakeppna sem skerðir okkar möguleika að ná árangri og komast í úrslitakeppni stórmóta. Við gætum líka neyðst til að spila heimaleiki og mikilvæga umspilsleiki um sæti á stórmótum í mars og nóvember erlendis á næstu árum. Nýr Þjóðarleikvangur myndi í því tilliti hjálpa okkur að ná árangri og komast inn á stórmót með því að geta spilað á vellinum árið um kring.
  • Þjóðarleikvangur myndi nýtast félagsliðum í Evrópukeppni að vetrarlagi og einnig hjálpa til við lengingu keppnistímabilsins og með bikarúrslitaleiki í lok tímabils AFL Skýrsla 2020 (skýrsla nr.3)
  • Búast má við 40% aukinni aðsókn skv. reynslu erlendis frá með nýjum þjóðarleikvangi og með því auknum stuðningi áhorfenda „New Stadium Effect“ – AFL Skýrsla 2020
  • Ríkisvaldið fengi til baka 55% af byggingarkostnaði í formi skatta og gjalda vegna framkvæmdarinnar… AFL Skýrsla 2020
  • Virðisauki samfélagsins eða þjóðhagslegur ábati (Gross Value Added-GVA) með nýjum þjóðarleikvangi var áætlaður 1,1 milljarður kr. á ári.í AFL Skýrsla 2020
  • Möguleiki að halda hér 25.000+ manna stórtónleika hér á landi allt árið um kring. Væri ekki frábært fyrir okkur sem samfélag að fá alla vinsælustu tónlistarmenn veraldar reglulega hingað til lands með stórtónleika sem einungis geta rúmast á stórum leikvangi. AFL Skýrsla 2020

Guðni bendir þá á þau jákvæðu markaðslegur áhrif sem góður árangur íslenskra knattspyrnuliða getur haft í för með sér. Hann heldur svo áfram.

„Tökum okkur nú loks taki í þessum málum og gerum þetta í sameiningu. Ég skora á stjórnvöld, bæði ríkisvaldið og Reykjavíkurborg, að fara að standa undir nafni og taka ákvörðun um byggingu nýs þjóðarleikvangs.

Byggjum þjóðarleikvang sem sómi er að og mun hjálpa okkur að ná árangri í framtíðinni og með því stuðlað áfram að öflugu íþróttalífi sem við getum verið stolt af.“

Lestu pistilinn á Vísi í heild hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar